Áunnið orlof / orlofsréttur | |||
stundir á ári | stundir á mánuði | vinnudagar á ári | |
Allir (100% starf) | 240 | 20 | 30 |
Orlof skal vera 30 dagar miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns.
Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
Sumarorlofstími er frá 1. maí til 15. september.
Starfsmaður á rétt á að fá samfellt 15 daga orlof á sumarorlofstímabilinu, verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar.
Yfirmaður ákveður í samráði við strafsmenn hvenær orlof skuli veitt. Honum er skylt að verða við óskum starfsmanna um hvenær orlof skuli veitt enda verði því við komið venga starfsemi stofnunarinnar. Ákvörðun um sumarorlof skal liggja fyrir 31. mars og tilkynnt starfsmanni me sannarnlegum hætti, sem sem í tímaskráningakerfi stofnunar, nema sérstakar aðstæður hamli.
Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti lengjast um 25%.
Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2020, allt að 60 dagar, ekki nýtt þá daga fyrir 30. apríl 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa.
Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs.
Tilkynna skal yfirmanni án tafar með sannanlegum hætti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða.